Starfsemin

 

Starfsemi HL-stöðvarinnar

HL-stöðin er starfrækt yfir vetrarmánuðina frá fyrri hluta september til seinni hluta maí ár hvert. Þjálfun fer fram síðdegis virka daga, mánudaga til fimmtudaga á Bjargi, Bugðusíðu 1, 603 Akureyri. Sjúkraþjálfarar sjá um þjálfunina og alltaf er læknir á staðnum meðan þjálfað er.

HL-stöðin býður upp á framhaldsþjálfun fyrir fólk með hjarta- og/eða lungnasjúkdóma og fer þjálfunin fram í hópum. Nú eru starfandi fimm hópar og æfir hver hópur 2 sinnum í viku. Hver tími tekur 50-60 mínútur og er uppbygging tímanna á þann veg að fyrst er hitað upp, síðan er 25-30 mínútna æfingaáætlun þar sem notuð eru þolhjól, gönguæfingar, tæki, lóð, dýnur og fleira og að lokum er teygt á vöðvunum. Tekin eru þolpróf af öllum sem þjálfa á stöðinni og er það mikilvægur liður í að fylgjast með ástandi hjarta og lungna, svo og líkamlegri getu einstaklingsins.

HL-stöðin býður einnig upp á endurhæfingu fyrir fólk sem nýbúið er að fara í kransæðavíkkun, kransæðaaðgerð eða lokuaðgerð. Slík þjálfun kallast II. stigs þjálfun og fer fram undir miklu eftirliti og í litlum hópum. Þjálfun getur hafist 7-10 dögum eftir útskrift af sjúkrahúsi ef allt er með eðlilegum hætti. Fyrst er æft 2 sinnum í viku undir miklu eftirliti og er nákvæmlega fylgst með púls- og blóðþrýstingsviðbrögðum og hjartalínuriti. Eftir 4-7 vikur frá meðferð er gert þolpróf til að meta ástand hjarta- og æðakerfisins og þol viðkomandi. Hefst þá hin eiginlega hjartaendurhæfing sem er 2 sinnum í viku og varir í aðrar 4-7 vikur. Þessi tími er mjög mikilvægur og er markmiðið að byggja upp þol og styrk sem mest. Að þessum tíma liðnum er þolpróf endurtekið, ástand og framfarir metnar og fólk útskrifað. Öllum stendur þó til boða að þjálfa áfram í framhaldshópum eftir að grunnendurhæfingu lýkur.

Í lok haust- og vorannar stendur starfsfólk HL-stöðvarinnar fyrir fræðslufyrirlestrum um ýmis mál sem tengjast því að lifa með hjarta- og/eða lungnasjúkdóma. Einnig eru reglulegir fræðslufyrirlestrar á sjúkrahúsinu sem eru opnir fyrir alla hjartasjúklinga og aðstandendur þeirra (sjá dagskrá á Aðalsíðu)

 

 

Fyrir hverja er HL-stöðin

HL-stöðin er fyrir fólk með hjarta- og/eða lungnasjúkdóma sem hafa verið meðhöndlaðir og eru í stöðugu ástandi. Þjálfunin er endurhæfing. HL-stöðin getur einnig hentað fólki með annars konar veikindi sem þarf á þjálfun að halda en það verður að skoða í hverju tilviki fyrir sig.
 

Hvernig get ég orðið þátttakandi á HL-stöðinni?

Æskilegt er að læknir vísi fólki á þjálfun í HL-stöðinni. Læknirinn sendir sjúkraþjálfunarbeiðni á HL-stöðina og við höfum samband eins fljótt og auðið er.

 

Hvers vegna þjálfun?

Reglubundin þjálfun hefur margþætt áhrif á líkama og sál. Það er ekki eingöngu það að við styrkjumst og úthaldið eykst. Af löngum lista hagstæðra þjálfunaráhrifa má nefna að reglubundin þjálfun lækkar blóðþrýsting, hefur jákvæð áhrif á blóðfitu einkum HDL (góða kólesterólið), minnkar líkur á fullorðinssykursýki og auðveldar okkur að halda þyngdinni í skefjum. Hún styrkir hjartavöðvann og minnkar orkuþörf hans við álag. Þannig komumst við léttar í gegnum athafnir daglegs lífs, vellíðan eykst og við njótum lífsins betur.
 

Gjald fyrir þátttöku

Frá og með 1. maí 2017 breyttist gjaldtaka í HL-stöð:

Þátttakendur á stigi I og II greiða gjald sem samsvarar greiðslum sjúkratryggðra fyrir hópameðferð I í sjúkraþjálfun.

Þátttakendur á stigi III greiða gjald sem samsvarar greiðslum sjúkratryggðra fyrir hópameðferð II í sjúkraþjálfun.

Hægt er að finna gjaldskrá fyrir sjúkraþjálfun inn á sjukra.is.

Þeir sem falla ekki undir skilyrði sem SÍ setur fyrir þátttöku í HL-stöð gegnum sjúkratryggingarkerfið greiða 1000 kr fyrir tímann og ef til kemur eru tveir fyrstu fjarverutímar í hverjum mánuði greiðsluskyldir.

Gjald fyrir þolpróf:

Allir þátttakendur greiða gjald fyrir þolpróf samkvæmt gjaldskrá sjúklinga til klíniskra sérfræðilækna. 

Greiðsluseðlar eru sendir út í lok hvers mánaðar. Mörg stéttarfélög taka þátt í kostnaði félagsmanna sinna vegna þjálfunar á HL-stöðinni.

Að gefnu tilefni er hér eftirfarandi skýring á því hvers vegna stundum kemur hár reikningur og stundum er hann ekki nema rétt um 3000 krónur: 

Allir þurfa að borga hámarksgreiðslu á hverju ári og þegar henni hefur verið náð, dettur reikningurinn niður aftur en svo ári seinna þarf að komast aftur upp í þessa hámarksgreiðslu áður en reikningurinn lækkar aftur. Margir eru lítið búnir að vera gera undanfarið svo sennilega finna þeir fyrir því núna að öll hámarksgreiðslan fer beint inn á HL reikninginn en hefur kannski áður eitthvað skipst milli staða áður eins og t.d ef einhver hefur verið hjá lækni, farið í myndatöku o. s. frv.  Reikningar eru mismunandi og ekki hægt að bera þá saman milli einstaklinga þar sem þetta er tengt þessari hámarksupphæð og hvar einstaklingur er staddur í kerfinu og einnig ef einstaklingar fara ekki í gegnum SÍ þá er allt annað kerfi sem þeir tilheyra.

Hámarksgreiðslan frá 1. janúar 2021 er kr. 27.475. Hún er þó lægri hjá öldruðum, öryrkjum og börnum eða kr. 18.317. Börn með sama fjölskyldunúmer samkvæmt skilgreiningu Þjóðskrár Íslands teljast sem einn einstaklingur í greiðsluþátttökukerfinu. Sú nýbreytni er í nýju greiðsluþátttökukerfi að greiðslur sjúkratryggðra einstaklinga fyrir þjónustu vegna þjálfunar, læknishjálpar o.fl. telja saman upp í hámarksgjald. Greiðslur fyrir þjónustu sem veitt er á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum falla undir kerfið, ásamt heilbrigðisþjónustu hjá sjálfstætt starfandi læknum, sjúkraþjálfurum, iðjuþjálfum, talmeinafræðingum og sálfræðingum.  Greiðsluþátttaka hjá sálfræðingum sem eru á rammsamning á eingöngu við um börn yngri en 18 ára og hafa tílvísun frá tilvísunarteymi sem SÍ hefur samið við.  

Hægt er að fá fleiri upplýsingar hjá ritara HL- stöðvarinnar á Bjargi.

 

Yfirlit yfir fræðslufyrirlestra síðastliðinna ára


VORFUNDUR 2019

SLITGIGT / LIÐHRÖRNUN- HVAÐ ER TIL RÁÐA? - Þórdís Úlfarsdóttir, sjúkraþjálfari.


JÓLAFUNDUR 2018

UM HÁAN BLÓÐÞRÝSTING - Björg Ólafsdóttir, læknir
KOSNING FULLTRÚA Á AÐALFUND HL-STÖÐVAR - Hálfdán Örnólfsson, formaður stjórnar


VORFUNDUR 2018

HREYFING ER GÓÐ, ALLA ÆVI - Kristveig Atladóttir, sjúkraþjálfari.
HUGLEIÐING - Hálfdán Örnólfsson, formaður stjórnar.


JÓLAFUNDUR 2017

AÐ LÆRA AÐ LIFA MEÐ KRANSÆÐASJÚKDÓM – HVERNIG FRÆÐSLU VILJA SJÚKLINGAR? - Dr. Margrét Hrönn Svavarsdóttir, dósent við HA
Sr. Stefanía Guðlaug Steinsdóttir, prestur í Glerárkirkju.


VORFUNDUR 2017

ÁHÆTTUÞÆTTIR KRANSÆÐASJÚKDÓMS OG FORVARNIR - Jón Þór Sverrisson, læknir.
NÝTT SAMKOMULAG VIÐ SÍ - Hálfdán Örnólfsson, formaður stjórnar.


JÓLAFUNDUR 2016

HEILSUSAMLEGT MATARÆÐI - Borghildur Sigurbergsdóttir, næringarráðgjafi
JÓLASAGA - Sr. Jón Ómar Gunnarsson


VORFUNDUR 2016

GÁTTATIF OG FLÖKT - Gunnar Þór Gunnarsson, læknir
HJARTA- OG LUNGNAMÓTTAKA Á NORÐURLANDI - Ragnheiður Birna Guðnadóttir og Kolbrún Sigurlásdótir, hjúkrunarfræðingar


JÓLAFUNDUR 2015

LÆKNINGAMÁTTUR HREYFINGAR - Ingvar Þóroddson
NIÐURSTÖÐUR KÖNNUNAR - Hálfdán Örnólfsson

 

VORFUNDUR 2015

SKIPTIR ALDURINN MÁLI? - Steinunn A. Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari
VORHUGLEIÐINGAR - Bjarni E. Guðleifsson, náttúrufræðingur

JÓLAFUNDUR 2014

JÓLAHUGLEIÐINGAR UM KJÖRÞYNGD - Friðrik Vagn Guðjónsson, læknir
TILGANGUR ÞOLPRÓFA Á HL-STÖÐ - Kristveig Atladóttir, sjúkraþjálfari
JÓLASAGA FRÁ ÞÝSKALANDI - Diðrik Jóhannsson


VORFUNDUR 2014

SKAÐSEMI REYKINGA- Guðrún Dóra Clarke, læknir
HREYFISEÐILL – HVAÐ ER ÞAÐ? - Ósk Jórunn Árnadóttir, sjúkraþjálfari

JÓLAFUNDUR 2013

SKILNINGUR OG HEILSUTENGD LÍFSGÆÐI EINSTAKLINGA MEÐ KRANSÆÐASJÚKDÓMA
- Kolbrún Sigurlásdóttir, hjúkrunarfræðingur

 

VORFUNDUR 2013

ALLIR ÞURFA AÐ BORÐA - EÐA HVAÐ? - Regína B. Thorsteinsson, hjúkrunarfræðingur
FORMANNSSPJALL - Þorsteinn Þorsteinsson

JÓLAFUNDUR 2012

ÁHUGAHVÖT OG ENDURHÆFING - Pétur Maack Þorsteinsson

VORFUNDUR 2012

HREYFING TIL HEILLA, GEGN MÆÐI OG MÆÐU - Dr. Ragnheiður Harpa Arnardóttir, sjúkraþjálfari
AKUREYRI 150 ÁRA. SAGAN OG VIÐBURÐIR Á AFMÆLISÁRI - Sigríður Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri afmælisárs.

JÓLAFUNDUR 2011

ÁHRIF MARKVISSRAR ÞJÁLFUNAR Á HEILSUFAR - Þóra Guðný Baldursdóttir, sjúkraþjálfari
HEIMSÓKN Á HL-STÖÐ Í REYKJAVÍK - Kristveig Atladóttir, sjúkraþjálfari

VORFUNDUR 2011

UNGIR ÍSLENDINGAR OG ÁHÆTTUÞÆTTIR KRANSÆÐASJÚKDÓM - Gunnar Þór Gunnarsson, hjartasérfræðingur
“AÐ BRÚKA BEKKI” – GÖNGULEIÐIR Á AKUREYRI - Unnur Pétursdóttir, sjúkraþjálfari

JÓLAFUNDUR 2010

FARSÆL ÖLDRUN - Sólveig Ása Árnadóttir sjúkraþjálfari og sérfræðingur í öldrunarsjúkraþjálfun

VORFUNDUR 2010

BLÓÐSYKURSSTJÓRNUN - Árún K. Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur

JÓLAFUNDUR 2009

LÍFSGÆÐI OG LANGVINN VEIKINDI - Sigrún Heimisdóttir sálfræðingur
HLÁTURJÓGA - Kristján Helgason
JÓLAHUGVEKJA - Pétur Þorsteinsson djákni

VORFUNDUR 2009

ENDURHÆFING Á LUNGNASVIÐI REYKJALUNDAR: HLUTVERK LÆKNIS, HJÚKRUNAR OG SJÚKRAÞJÁLFARA - Lungnateymi Reykjalundar

VORFUNDUR 2008

MÆÐI - Friðrik Yngvason, lungnasérfræðingur
LÍFSSTÍLSBREYTINGAR HJÁ HJARTASJÚKLINGUM - Margrét Hrönn Svavarsdóttir, hjúkrunarfr.

JÓLAFUNDUR 2007

HREYFÐU ÞIG FYRIR HJARTAÐ - Kristveig Atladóttir, sjúkraþjálfari
HJARTATEYMI Á FSA - Margrét Hrönn Svavarsdóttir, hjúkrunarfræðingur

VORFUNDUR 2007

HOLLT OG GOTT MATARÆÐI - Sigríður Eysteinsdóttir, næringarfærðingur
KEMUR TÖLVUSNEIÐMYND Í STAÐ ÞRÆÐINGAR? - Jón Þór Sverrisson, hjartasérfræðingur

JÓLAFUNDUR 2006

MEÐFERÐARMARKMIÐ KÓLESTERÓL-LÆKKUNAR - Gunnar Þór Gunnarsson hjartasérfræðingur
HEILABLÓÐFALL – STROKE - Friðrik Yngvason lungnasérfræðingur

VORFUNDUR 2006

SLITGIGT - Ingvar Þóroddsson
HJARTAGANGRÁÐUR - Jón Þór Sverrisson

JÓLAFUNDUR 2005

LÍKAMSÞJÁLFUN: BESTA LYFIÐ VIÐ LANGVINNRI LUNGNATEPPU - Ragnheiður Harpa Arnardóttir, sjúkraþjálfari
FLENSA Í FUGLUM – FLENSA Í MÖNNUM - Sigurður Heiðdal

VORFUNDUR 2005

GÁTTATIF/GÁTTAFLÖKT - Gunnar Þór Gunnarsson
STAFGANGA – GÓÐ LEIÐ TIL HEILSUBÓTAR - Eydís Valgarðsdóttir

JÓLAFUNDUR 2004

UM ÞJÁLFUN HJARTA- OG LUNGNASJÚKLINGA
1)HVER ER ÁVINNINGUR REGLUBUNDINNAR ÞJÁLFUNAR
2)HVAÐ SEGJA ÁREYNSLUPRÓFIN OKKUR
3)HVERNIG ÞJÁLFUM VIÐ OG HVE MIKIÐ ER NÓG
Eydís, Kristveig og Þóra Guðný sjúkraþjálfarar

VORFUNDUR 2004

ERINDI SEM ERFIÐI - Friðrik Yngvason
ÞREKÞJÁLFUN – HL-NÁMSKEIÐ Á FSN - Heiðrún Helga Snæbjörnsdóttir, sjúkraþjálfari

JÓLAFUNDUR 2003

HJARTABÓKIN: NÝ FRAMSETNING Á FRÆÐSLUEFNI FYRIR HJARTASJÚKLINGA - Margrét Hrönn Svavarsdóttir, hjúkrunarfr.
ENDURHÆFING HJARTA- OG LUNGNASJÚKLINGA Á ÍSLANDI - Ingvar Þóroddsson

VORFUNDUR 2003

AÐ LIFA MEÐ LANGVINNAN SJÚKDÓM OG VIÐHALDA JÁKVÆÐU HUGARFARI - Sigurður Eyjólfsson, sálfræðingur
RÉTT LÍKAMSBEITING Í DAGLEGU LÍFI OG ÞJÁLFUN - Eydís Valgarðsdóttir

JÓLAFUNDUR 2002

ÞYNGDARÞANKAR - Friðrik Yngvason
BRJÓSTVERKIR - Gunnar Þór Gunnarsson

VORFUNDUR 2002

GERUM ÞJÁLFUN AÐ LÍFSTÍL OKKAR - Eydís Valgarðsdóttir
HJARTASJÚKDÓMAR OG LYFJAMEÐFERÐ - Jón Þór Sverrisson

JÓLAFUNDUR 2001

HJARTSLÁTTARTRUFLANIR - Jón Þór Sverrisson
LIÐLEIKI OG VÖÐVATEYGJUR - Kristveig Atladóttir

VORFUNDUR 2001

BLÓÐÞYNNINGARMEÐFERÐ - Friðrik Yngvason
HOLLT OG GOTT MATARÆÐI - Elín Harðardóttir, næringarráðgjafi