Velkomin á heimasíðu HL-stöðvarinnar

 

HL-stöðin, Bjargi, Bugðusíðu 1, 603 Akureyri

Sími: 462-6888     netfang: hlstodin@hlstodin.net    

 

Fréttir4 . janúar - Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla!

Við hefjum starfsemi að nýju mánudaginn 11. janúar, þá verða þolpróf og þjálfun á stigi I og II. Hópþjálfun hefst ekki strax og ekki er enn ljóst hvenær hægt verður að fara af stað með hana en vonandi sem fyrst! Það verður þá auglýst nánar síðar.

Kveðja,
Starfsmenn HL9. nóvember - Öll starfsemi lögð niður í bili

Við höfum ákveðið að leggja niður öll störf á HL-stöðinni í bili, allavega á meðan ástandið varir. Þar með talin þjálfun á stigi I og þolpróf. Við munum auglýsa aftur þegar við förum af stað á ný.

Minnum alla á að vera duglega að hreyfa sig, enn eru allar gangstéttir auðar hér innanbæjar.

Kveðja,
Starfsmenn HL16. október - Lokun HL-stöðvarinnar

ATHUGIÐ!

Við höfum tekið þá ákvörðun að loka HL-stöðinni, sem sagt hætta með hópana (A, C, F og B, D) frá og með mánudeginum 19. október, vegna Covid-19. Þolprófin verða þó á sínum stað á mánudögum, einnig verður þjálfun á stigi I og II á mánudögum kl. 16:00.

Vonandi varir þetta ástand ekki lengi og vonandi getum við opnað aftur fyrir hópþjálfun fyrir jól. Fylgist með hér og á Facebook-síðu HL-stöðvarinnar. Það kemur líka auglýsing í dagskránna þegar við byrjum aftur á ný.

Verið áfram dugleg að hreyfa ykkur!
Kveðja,
Starfsmenn HL7. september - Þjálfun á HL-stöðinni

Þjálfun á HL-stöðinni hefst mánudaginn 14. september. Þjálfun verður með öðru sniði en áður vegna sóttvarnarreglna og fjarlægðartakmarkana. Athugið breyttar tímasetningar.

Mánudagar og miðvikudagar:

16:00- 16:45 - Hópur A
17:00- 17:45 - Hópur C
18:00-18:45 - Hópur F

Þriðjudagar og fimmtudagar:

16:00-16:45 - Hópur B
17:00- 17:45 - Hópur D

Grunnþjálfun á stigi 1 og 2 fer fram á mánudögum og fimmtudögum í vetur:
16:00-17:00
17:00-18:00

Annars haldast hópar óbreyttir. Nýjir þátttakendur eru velkomnir.

Skráning í Gagna fer fram inni í sal. Mætið rétt fyrir ykkar tíma, beint inn í sal. Biðstofa og búningsklefar verða ekki notaðir. Farið verður eftir öllum reglum sem lúta að sóttvörnum og fjarlægðartakmörkunum til þess að draga úr smithættu fyrir skjólstæðinga og starfsfólk.

Elín Rún Birgisdóttir er nýr yfirsjúkraþjálfari HL-stöðvarinnar. Hafa má samband við hana í s. 8494340.

ATH! Allir nýjir þátttakendur þurfa að koma með beiðni um sjúkraþjálfun frá lækni.


8. maí - Sumarlokun

HL-stöðin á Akureyri hefur lokið starfsemi þennan veturinn. Við byrjum að nýju í haust 14. september.

Kæru þátttakendur, takk fyrir samstarfið í vetur og gleðilegt sumar. Við hvetjum ykkur til að halda áfram að hreyfa ykkur og njóta lífsins.

Stjórn og starfsfólk HL-stöðvar


13. mars - Lokun

HL-stöðinni verður lokað vegna COVID-19 frá og með 16. mars um óákveðinn tíma.


11. mars - Fræðsla fyrir hjartasjúklinga fellur niður

Fræðsla fyrir hjartasjúklinga og aðstandendur þeirra á SAk fellur niður frá og með 10. mars.


10. mars - Vegna COVID-19

Vegna COVID-19 þá vill HL-stöðin koma eftirfarandi á framfæri:

- HL-stöðin verður opin eins og venjulega á meðan hægt er. Ef aðstæður breytast verður sú ákvörðun endurskoðuð.

- Ef þú ert með einkenni sem líkjast flensu, þá ertu vinsamlega beðin/n um að vera heima á meðan einkenni eru til staðar.

- Við komu á HL-stöð biðjum við ykkur að sinna sóttvörnum samkvæmt fyrirmælum Embættis landlæknis en þær felast fyrst og fremst í handþvotti, handsprittun og notkun sótthreinsiúða.

- Að sjálfsögðu er það ykkar val hvort þið komið á HL-stöðina en við hvetjum alla til að stunda reglulega hreyfingu. Það er hægt að fara út að ganga, gera æfingar sem þið kunnið heima og taka þátt í leikfimi í útvarpi og sjónvarpi.

Einnig má benda á kennslumyndbönd, styrk- og teygjuæfingar á heimasíðu landlæknis: www.landlaeknir.is

 

20. janúar - Frá FSA: Fræðsla fyrir hjartasjúklinga og aðstandendur þeirra vor 2020

Miðvikudagur 22. jan kl. 11 Áhættuþættir hjartasjúkdóma - Jón Þór Sverrisson, læknir.

Miðvikudagur 5. feb. kl. 11

Meðferð kransæðasjúkdóma - Gunnar Þór Gunnarsson, læknir.
Miðvikudagur 26. feb kl. 11 Hreyfing og þjálfun fyrir hjartasjúklinga - Kristveig Atladóttir, sjúkraþjálfari.
Miðvikudagur 11. mars kl. 11 Mataræði hjartasjúklinga - Valgerður Ómarsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
Miðvikudagur 25. mars kl. 11 Að bregðast rétt við brjóstverk - Kolbrún Sigurlásdóttir, hjúkrunarfræðingur.
Miðvikudagur 22. apríl kl. 11 Lyf og lyfjameðferð - Sólveig Hulda Valgeirsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
Miðvikudagur 29. apríl kl. 11 Að lifa með hjartasjúkdóm- Kolbrún Sigurlásdóttir, hjúkrunarfræðingur.


Hver fræðslustund er um ein klst. og samanstendur af stuttum fyrirlestri og umræðum.

Fræðslan fer fram í kennslustofu á annari hæð, Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Allir hjartasjúklingar og aðstandendur þeirra velkomnir.

 

10. desember - Þjálfun fellur niður.

Vegna veðurs fellur þjálfun niður í HL-stöð þriðjudaginn 10. desember og miðvikudaginn 11. desember.  

Yfirsjúkraþjálfari.


10. desember - Jólafundur 2019.

Jólafundur HL-stöðvarinnar verður haldinn miðvikudaginn 18.desember. Fundurinn verður í Safnaðarheimili Glerárkirkju og hefst klukkan 16.15.

Dagskrá:
Jón Knutsen, slökkviliðsmaður - „Fyrsta hjálp“

Að því loknu verður kaffi. Velkomið er að taka með gest. Þjálfun hefst að nýju eftir jólafrí mánudaginn 6. janúar.


26. október - Gjaldtaka.

Á fundi stjórnar HL-stöðvar 24. oktober var tekin ákvörðun um að hækka tímagjald úr 900 í 1000 krónur frá og með 1. nóvember 2019.

Gjaldtaka í HL-stöð er eftirfarandi:

 • Þátttakendur á stigi I og II greiða gjald sem samsvarar greiðslum sjúkratryggðra fyrir hópameðferð I í sjúkraþjálfun.

 • Hluti þátttakenda á stigi III greiða gjald sem samsvarar greiðslum sjúkratryggðra fyrir hópameðferð II í sjúkraþjálfun.

Hægt er að finna gjaldskrá fyrir sjúkraþjálfun inn á sjukra.is.

Þeir sem falla ekki undir skilyrði sem SÍ setur fyrir þátttöku í HL-stöð gegnum sjúkratryggingarkerfið greiða 1000 kr. fyrir tímann og ef til kemur eru tveir fyrstu fjarverutímar í hverjum mánuði greiðsluskyldir. 

Gjald fyrir þolpróf:

Allir þátttakendur greiða gjald fyrir þolpróf samkvæmt gjaldskrá sjúklinga til klíniskra sérfræðilækna.


4. september - Haust 2019.

Þjálfun á HL-stöðinni hefst mánudaginn 16. september.

Starfsemin mun verða með sama sniði og síðasta vetur og hópar haldast óbreyttir. Nýjir þátttakendur eru velkomnir. 
Hafa má samband við Kristveigu, yfirsjúkraþjálfara í s. 8623318.

ATH! Allir nýjir þátttakendur þurfa að koma með beiðni um sjúkraþjálfun frá lækni.


5. maí - Vorfundur HL-stöðvarinnar 2019.

Vorfundur HL-stöðvarinnar verður haldinn miðvikudaginn 15. maí klukkan 16:30 í Safnaðarheimili Glerárkirkju.

Efni: Þórdís Úlfarsdóttir, sjúkraþjálfari flytur erindið „Slitgigt / liðhrörnun- hvað er til ráða?“

Kaffiveitingar verða í boði HL-stöðvar og velkomið er að taka með gest.

Síðasti þjálfunardagur á þessu vori er þriðjudagur 14. maí. Stjórn og starfsfólk HL-stöðvar þakkar fyrir veturinn og óskar ykkur gleðilegs sumars. Við byrjum aftur eftir sumarfrí mánudaginn 16. september.


11.desember - Jólafundur HL-stöðvarinnar 2018.

Jólafundur HL-stöðvarinnar verður haldinn miðvikudaginn 19. desember.

Fundurinn verður í Safnaðarheimili Glerárkirkju og hefst klukkan 16.15.

Dagskrá:

 • Björg Ólafsdóttir, læknir: Um háan blóðþrýsting
 • Hálfdán Örnólfsson: Kosning fulltrúa á aðalfund HL-stöðvar

Að því loknu verður kaffi. Velkomið er að taka með gest. Hvetjum alla til að mæta.

Þjálfun hefst að nýju eftir jólafrí mánudaginn 7. janúar. Stjórn og starfsfólk HL-stöðvar óskar ykkur gleðilegra jóla.


9. maí - Vorfundur HL-stöðvarinnar 2018 og síðasti þjálfunardagur.

Vorfundur HL-stöðvarinnar verður haldinn fimmtudaginn 17. maí klukkan 16:30 í Safnaðarheimili Glerárkirkju.

Dagskrá:

 • Kristveig Atladóttir, sjúkraþjálfari: „Hreyfing er góð, alla ævi“
 • Hálfdán Örnólfsson, formaður stjórnar: „Hugleiðing“

Að því loknu verður kaffi. Velkomið að taka með gest. Hvetjum alla til að mæta.

Síðasti þjálfunardagur á þessu vori er þriðjudagur 15. maí. Stjórn og starfsfólk HL-stöðvar þakkar fyrir veturinn og óskar ykkur gleðilegs sumars.1. febrúar - Frá FSA: Fræðsla fyrir hjartasjúklinga og aðstandendur þeirra vor 2018

Miðvikudagur 31. jan kl. 11 Áhættuþættir hjartasjúkdóma - Jón Þór Sverrisson, læknir.

Miðvikudagur 7. feb. kl. 11

Meðferð kransæðasjúkdóma - Gunnar Þór Gunnarsson, læknir.
Miðvikudagur 21. feb kl. 11 Hreyfing og þjálfun fyrir hjartasjúklinga - Kristveig Atladóttir, sjúkraþjálfari.
Miðvikudagur 14. mars kl. 11 Mataræði hjartasjúklinga - Valgerður Ómarsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
Miðvikudagur 21. mars kl. 11 Lyf og lyfjameðferð - Sólveig Hulda Valgeirsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
Miðvikudagur 4. apríl kl. 11 Að bregðast rétt við brjóstverk - Kolbrún Sigurlásdóttir, hjúkrunarfræðingur.


Hver fræðslustund er um ein klst. og samanstendur af stuttum fyrirlestri og umræðum.

Fræðslan fer fram í kennslustofu á annari hæð, Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Allir hjartasjúklingar og aðstandendur þeirra velkomnir.

 

14. desember - Jólafundur HL-stöðvarinnar 2017.

Jólafundur HL-stöðvarinnar verður haldinn miðvikudaginn 20.desember
Fundurinn verður í Safnaðarheimili Glerárkirkju og hefst klukkan 16.30.

Dagskrá:

 • Dr. Margrét Hrönn Svavarsdóttir, dósent við HA: „Að læra að lifa með kransæðasjúkdóm – hvernig fræðslu vilja sjúklingar?“
 • Sr. Stefanía Guðlaug Steinsdóttir, prestur í Glerárkirkju.

Að því loknu verður kaffi. Velkomið er að taka með gest.

Þjálfun hefst að nýju eftir jólafrí miðvikudaginn 3. janúar.


Hlökkum til að sjá ykkur, starfsfólk HL-stöðvarinnar.

 

 

12. september - Haust 2017.

Þjálfun á HL-stöðinni hefst mánudaginn 18. sept.

Starfsemin mun verða með sama sniði og síðasta vetur og hópar haldast óbreyttir. Nýjir þátttakendur eru velkomnir. Hafa má samband við Kristveigu, yfirsjúkraþjálfara í s. 8623318. 

 Allir nýjir þátttakendur þurfa að koma með beiðni um sjúkraþjálfun frá lækni. 


Gjald fyrir þjálfun:

Frá og með 1 maí. 2017 breyttist gjaldtaka Í HL-stöð:

 • Þátttakendur á stigi I og II greiða gjald sem samsvarar greiðslum sjúkratryggðra fyrir hópameðferð I í sjúkraþjálfun.

 • Þátttakendur á stigi III greiða gjald sem samsvarar greiðslum sjúkratryggðra fyrir hópameðferð II í sjúkraþjálfun.

Hægt er að finna gjaldskrá fyrir sjúkraþjálfun inn á sjukra.is

Þeir sem falla ekki undir skilyrði sem SÍ setur fyrir þátttöku í HL-stöð gegnum sjúkratryggingarkerfið eru á óbreyttu gjaldi frá síðasta vetri eða 900 kr fyrir tímann og ef til kemur eru tveir fyrstu fjarverutímar í hverjum mánuði greiðsluskyldir. 


Gjald fyrir þolpróf:

Allir þátttakendur greiða gjald fyrir þolpróf samkvæmt gjaldskrá sjúklinga til klíniskra sérfræðilækna.


Hlökkum til að sjá ykkur, starfsfólk HL-stöðvarinnar.9. maí - Vorfundur HL-stöðvarinnar 2017 og síðasti þjálfunardagur.

Vorfundur HL-stöðvarinnar verður haldinn miðvikudaginn 17. maí klukkan 16:30 í Safnaðarheimili Glerárkirkju.

Dagskrá:

 • Jón Þór Sverrisson, læknir: „Áhættuþættir kransæðasjúkdóms og forvarnir“
 • Hálfdán Örnólfsson, formaður stjórnar: „Nýtt samkomulag við SÍ“

Kaffiveitingar í boði HL. Velkomið að taka með gest. Hvetjum alla til að mæta.

Síðasti þjálfunardagur á þessu vori er þriðjudagur 16. maí. Stjórn og starfsfólk HL-stöðvar þakkar fyrir veturinn og óskar ykkur gleðilegs sumars. Starfsemin hefst að nýju í haust mánudaginn 18. september.