Velkomin á heimasíðu HL-stöðvarinnar

 

HL-stöðin, Bjargi, Bugðusíðu 1, 603 Akureyri

Sími: 462-6888     netfang: hlstodin@hlstodin.net    

 

Fréttir

11.desember - Jólafundur HL-stöðvarinnar 2018.

Jólafundur HL-stöðvarinnar verður haldinn miðvikudaginn 19. desember.

Fundurinn verður í Safnaðarheimili Glerárkirkju og hefst klukkan 16.15.

Dagskrá:

 • Björg Ólafsdóttir, læknir: Um háan blóðþrýsting
 • Hálfdán Örnólfsson: Kosning fulltrúa á aðalfund HL-stöðvar

Að því loknu verður kaffi. Velkomið er að taka með gest. Hvetjum alla til að mæta.

Þjálfun hefst að nýju eftir jólafrí mánudaginn 7. janúar. Stjórn og starfsfólk HL-stöðvar óskar ykkur gleðilegra jóla.


9. maí - Vorfundur HL-stöðvarinnar 2018 og síðasti þjálfunardagur.

Vorfundur HL-stöðvarinnar verður haldinn fimmtudaginn 17. maí klukkan 16:30 í Safnaðarheimili Glerárkirkju.

Dagskrá:

 • Kristveig Atladóttir, sjúkraþjálfari: „Hreyfing er góð, alla ævi“
 • Hálfdán Örnólfsson, formaður stjórnar: „Hugleiðing“

Að því loknu verður kaffi. Velkomið að taka með gest. Hvetjum alla til að mæta.

Síðasti þjálfunardagur á þessu vori er þriðjudagur 15. maí. Stjórn og starfsfólk HL-stöðvar þakkar fyrir veturinn og óskar ykkur gleðilegs sumars.1. febrúar - Frá FSA: Fræðsla fyrir hjartasjúklinga og aðstandendur þeirra vor 2018

Miðvikudagur 31. jan kl. 11 Áhættuþættir hjartasjúkdóma - Jón Þór Sverrisson, læknir.

Miðvikudagur 7. feb. kl. 11

Meðferð kransæðasjúkdóma - Gunnar Þór Gunnarsson, læknir.
Miðvikudagur 21. feb kl. 11 Hreyfing og þjálfun fyrir hjartasjúklinga - Kristveig Atladóttir, sjúkraþjálfari.
Miðvikudagur 14. mars kl. 11 Mataræði hjartasjúklinga - Valgerður Ómarsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
Miðvikudagur 21. mars kl. 11 Lyf og lyfjameðferð - Sólveig Hulda Valgeirsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
Miðvikudagur 4. apríl kl. 11 Að bregðast rétt við brjóstverk - Kolbrún Sigurlásdóttir, hjúkrunarfræðingur.


Hver fræðslustund er um ein klst. og samanstendur af stuttum fyrirlestri og umræðum.

Fræðslan fer fram í kennslustofu á annari hæð, Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Allir hjartasjúklingar og aðstandendur þeirra velkomnir.

 

14. desember - Jólafundur HL-stöðvarinnar 2017.

Jólafundur HL-stöðvarinnar verður haldinn miðvikudaginn 20.desember
Fundurinn verður í Safnaðarheimili Glerárkirkju og hefst klukkan 16.30.

Dagskrá:

 • Dr. Margrét Hrönn Svavarsdóttir, dósent við HA: „Að læra að lifa með kransæðasjúkdóm – hvernig fræðslu vilja sjúklingar?“
 • Sr. Stefanía Guðlaug Steinsdóttir, prestur í Glerárkirkju.

Að því loknu verður kaffi. Velkomið er að taka með gest.

Þjálfun hefst að nýju eftir jólafrí miðvikudaginn 3. janúar.


Hlökkum til að sjá ykkur, starfsfólk HL-stöðvarinnar.

 

 

12. september - Haust 2017.

Þjálfun á HL-stöðinni hefst mánudaginn 18. sept.

Starfsemin mun verða með sama sniði og síðasta vetur og hópar haldast óbreyttir. Nýjir þátttakendur eru velkomnir. Hafa má samband við Kristveigu, yfirsjúkraþjálfara í s. 8623318. 

 Allir nýjir þátttakendur þurfa að koma með beiðni um sjúkraþjálfun frá lækni. 


Gjald fyrir þjálfun:

Frá og með 1 maí. 2017 breyttist gjaldtaka Í HL-stöð:

 • Þátttakendur á stigi I og II greiða gjald sem samsvarar greiðslum sjúkratryggðra fyrir hópameðferð I í sjúkraþjálfun.

 • Þátttakendur á stigi III greiða gjald sem samsvarar greiðslum sjúkratryggðra fyrir hópameðferð II í sjúkraþjálfun.

Hægt er að finna gjaldskrá fyrir sjúkraþjálfun inn á sjukra.is

Þeir sem falla ekki undir skilyrði sem SÍ setur fyrir þátttöku í HL-stöð gegnum sjúkratryggingarkerfið eru á óbreyttu gjaldi frá síðasta vetri eða 900 kr fyrir tímann og ef til kemur eru tveir fyrstu fjarverutímar í hverjum mánuði greiðsluskyldir. 


Gjald fyrir þolpróf:

Allir þátttakendur greiða gjald fyrir þolpróf samkvæmt gjaldskrá sjúklinga til klíniskra sérfræðilækna.


Hlökkum til að sjá ykkur, starfsfólk HL-stöðvarinnar.9. maí - Vorfundur HL-stöðvarinnar 2017 og síðasti þjálfunardagur.

Vorfundur HL-stöðvarinnar verður haldinn miðvikudaginn 17. maí klukkan 16:30 í Safnaðarheimili Glerárkirkju.

Dagskrá:

 • Jón Þór Sverrisson, læknir: „Áhættuþættir kransæðasjúkdóms og forvarnir“
 • Hálfdán Örnólfsson, formaður stjórnar: „Nýtt samkomulag við SÍ“

Kaffiveitingar í boði HL. Velkomið að taka með gest. Hvetjum alla til að mæta.

Síðasti þjálfunardagur á þessu vori er þriðjudagur 16. maí. Stjórn og starfsfólk HL-stöðvar þakkar fyrir veturinn og óskar ykkur gleðilegs sumars. Starfsemin hefst að nýju í haust mánudaginn 18. september.


9. desember - Jólafundur HL-stöðvarinnar 2016.

Jólafundur HL-stöðvarinnar verður haldinn föstudaginn 16.desember.
Fundurinn verður í Safnaðarheimili Glerárkirkju og hefst klukkan 16.00.

Dagskrá:

 • Borghildur Sigurbergsdóttir, næringarráðgjafi: „Heilsusamlegt mataræði“
 • Sr. Jón Ómar Gunnarsson: „Jólasaga“
Að því loknu verður kaffi. Velkomið er að taka með gest.
 
Þjálfun hefst að nýju eftir jólafrí mánudaginn  2. janúar.


1. september - Haust 2016.

Þjálfun á HL-stöðinni hefst mánudaginn 19. sept.

Starfsemin mun verða með sama sniði og síðasta vetur og hópar haldast óbreyttir. Nýjir þátttakendur eru velkomnir. Æskilegt er að nýjum þátttakendum sé vísað til okkar af lækni, en einnig má hafa samband við yfirsjúkraþjálfara, Kristveigu Atladóttur, s. 862-3318.

Gjald fyrir þjálfun:

Þátttakendur á stigi I og II greiða gjald sem samsvarar greiðslum sjúkratryggðra fyrir hópmeðferð í sjúkraþjálfun. Þátttakendur á stigi III greiða 900 kr. fyrir skiptið.

Gjald fyrir þolpróf:

Allir þátttakendur greiða gjald fyrir þolpróf samkvæmt gjaldskrá sjúklinga til klíniskra sérfræðilækna. Gjaldskrár fyrir þolpróf og þjálfun á stigi I og II verður hægt að nálgast í afgreiðslu á Bjargi.

Hlökkum til að sjá ykkur, starfsfólk HL-stöðvarinnar.


26. apríl - Vorfundur HL-stöðvarinnar.

Vorfundur HL- stöðvarinnar verður haldinn föstudaginn 13.maí kl. 16 í Safnaðarheimili Glerárkirkju.

Dagskrá:

Gáttatif og flökt - Gunnar Þór Gunnarsson, læknir

Hjarta- og lungnamóttaka á Norðurlandi - Ragnheiður Birna Guðnadóttir og Kolbrún Sigurlásdótir, hjúkrunarfræðingar

Að því loknu verður kaffi. Velkomið er að taka með gest.

Stjórn og starfsfólk HL-stöðvarinnar óskar ykkur gleðilegs sumars. 
Starfsemi hefst að nýju mánudaginn 19. september.


27. janúar - Frá FSA: Fræðsla fyrir hjartasjúklinga og aðstandendur þeirra vor 2016

Miðvikudagur 27. jan kl. 11 Áhættuþættir hjartasjúkdóma - Jón Þór Sverrisson, læknir.

Miðvikudagur 3. feb. kl. 11

Meðferð kransæðasjúkdóms - Gunnar Þór Gunnarsson, læknir.
Miðvikudagur 17. feb kl. 11 Hreyfing og þjálfun fyrir hjartasjúklinga - Kristveig Atladóttir, sjúkraþjálfari.
Miðvikudagur 9. mars kl. 11 Mataræði hjartasjúklinga - Sandra Ásgrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
Miðvikudagur 23. mars kl. 11 Að bregðast rétt við brjóstverk - Kolbrún Sigurlásdóttir, hjúkrunarfræðingur.
Miðvikudagur 13. apríl kl. 11 Lyf og lyfjameðferð - Sólveig Hulda Valgeirsdóttir, hjúkrunarfræðingur.

Miðvikudagur 20. apr kl. 11

Að lifa með hjartasjúkdóm - Kolbrún Sigurlásdóttir, hjúkrunarfræðingur.


Hver fræðslustund er um ein klst. og samanstendur af stuttum fyrirlestri og umræðum.

Fræðslan fer fram í kennslustofu á annari hæð, Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Allir hjartasjúklingar og aðstandendur þeirra velkomnir.


10. janúar - Nýársfréttir

Jólafundur var haldinn 18. desember og mættu um 70 manns á fundinn. Ingvar Þóroddson hélt fróðlegt erindi um lækningamátt hreyfingar og Hálfdán Örnólfsson kynnti niðurstöður könnunar sem lögð var fyrir notendur HL-stöðvarinnar í nóvember.

HL-stöðin hóf starfsemi á nýju ári mánudaginn 4. janúar og eru nýir og gamlir þátttakendur ávallt velkomnir. Þeir sem koma nýir inn þurfa að koma með beiðni frá lækni en frekari upplýsingar er að fá hjá Kristveigu yfirsjúkraþjálfara í s. 8623318.

Breyting á greiðlufyrirkomulagi var kynnt á jólafundi og tekur gildi frá og með janúar 2016.
Breytingin er eftirfarandi:
Þátttakandi greiðir mánaðarlega fyrir alla tíma sem eru á stundaskrá hans nema ef hann sleppir úr fleiri en tveimur skiptum í mánuðinum. Þá þarf hann ekki að greiða þau skipti sem eru þar umfram.

Dæmi: Á dagskrá eru 8 skipti í mars.
Ef mætt er í öll átta skiptin er greitt fyrir átta
Ef mætt er í sjö er greitt fyrir átta
Ef mætt er í sex er greitt fyrir átta
Ef mætt er í fimm er greitt fyrir sjö
Ef mætt er í fjögur er greitt fyrir sex
Ef mætt er í þrjú er greitt fyrir fimm
Ef mætt er í tvö er greitt fyrir fjögur
Ef mætt er í eitt er greitt fyrir þrjú
Ef engin mæting er í mars er rukkað fyrir tvö skipti
Tímaverð er áfram 900 kr.

25 ÁRA AFMÆLI

HL-stöðin verður 25 ára 19. janúar næstkomandi og verður haldið upp á afmælið á Hótel KEA sunnudaginn 17. janúar kl. 16. Öllum þátttakendum, starfsfólki, og öðrum velunnurum HL-stöðvarinnar er boðið í afmælið og vonumst við til að sjá sem flesta fagna með okkur.

Föstudagstímar byrja föstudaginn 15. janúar kl. 16:30

 

9. september - Haust 2015.

Þjálfun á HL-stöðinni hefst mánudaginn 14. sept.

Starfsemin mun verða með sama sniði og síðasta vetur og hópar haldast óbreyttir. Nýjir þátttakendur eru velkomnir. Æskilegt er að nýjum þátttakendum sé vísað til okkar af lækni, en einnig má hafa samband við yfirsjúkraþjálfara, Kristveigu Atladóttur, s. 8623318.

Gjald fyrir þjálfun:

Þátttakendur á stigi I og II greiða gjald sem samsvarar greiðslum sjúkratryggðra fyrir hópmeðferð í sjúkraþjálfun. Þátttakendur á stigi III greiða 900 kr. fyrir skiptið.

Gjald fyrir þolpróf:

Allir þátttakendur greiða gjald fyrir þolpróf samkvæmt gjaldskrá sjúklinga til klíniskra sérfræðilækna. Gjaldskrár fyrir þolpróf og þjálfun á stigi I og II verður hægt að nálgast í afgreiðslu á Bjargi.

Hlökkum til að sjá ykkur,
starfsfólk HL-stöðvarinnar. 

 

8. maí - Vorfundur HL-stöðvarinnar.

Vorfundur HL-stöðvarinnar verður haldinn mánudaginn 18. maí kl. 16 í Safnaðarheimili Glerárkirkju.

Dagskrá:

Steinunn A. Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari - Skiptir aldurinn máli?

Bjarni E. Guðleifsson, náttúrufræðingur - Vorhugleiðingar

Að því loknu verður kaffi. Velkomið er að taka með gest.

Stjórn og starfsfólk HL-stöðvarinnar óskar ykkur gleðilegs sumars.
Starfsemi hefst að nýju mánudaginn 14.september. 

 

9. desember - Jólafundur HL-stöðvarinnar.

Jólafundur HL-stöðvarinnar verður haldinn föstudaginn 19. desember.
Fundurinn verður í Safnaðarheimili Glerárkirkju og hefst kl. 16.

Dagskrá:

- Jólahugleiðingar um kjörþyngd - Friðrik Vagn Guðjónsson

- Tilgangur þolprófa á HL-stöð - Kristveig Atladóttir

- Jólasaga frá Þýskalandi - Diðrik Jóhannsson

Kaffiveitingar í boði. Velkomið er að taka með gest.

Þjálfun hefst að nýju eftir jólafrí mánudaginn 5. janúar.

 

1. september - Haust 2014.

Þjálfun á HL-stöðinni hefst mánudaginn 15. sept. Auglýsing birtist í Dagskránni í vikunni á undan.
Starfsemin mun verða með sama sniði og í fyrra og hópar haldast óbreyttir. Nýjir þátttakendur eru velkomnir.
Æskilegt er að nýjum þátttakendum sé vísað til okkar af lækni, en einnig má hafa samband við yfirsjúkraþjálfara, Kristveigu Atladóttur, s. 8623318.

Gjald fyrir þjálfun: 
Þátttakendur á stigi I og II greiða gjald sem samsvarar greiðslum sjúkratryggðra fyrir hópmeðferð í sjúkraþjálfun. 
Þátttakendur á stigi III greiða 800 kr. fyrir skiptið.

Gjald fyrir þolpróf: 
Allir þátttakendur greiða gjald fyrir þolpróf samkvæmt gjaldskrá sjúklinga til klíniskra sérfræðilækna. 
Gjaldskrár fyrir þolpróf og þjálfun á stigi I og II verður hægt að nálgast í afgreiðslu á Bjargi og einnig á töflu í biðstofu.

Hlökkum til að sjá ykkur, 
starfsfólk HL-stöðvarinnar.

5. maí - Vorfundur HL-stöðvarinnar 19. maí

Vorfundur HL-stöðvarinnar verður haldinn mánudaginn 19. maí kl. 16 í Safnaðarheimili Glerárkirkju.

Dagskrá:

- Guðrún Dóra Clarke, læknir flytur erindið „Skaðsemi reykinga“

- Ósk Jórunn Árnadóttir, sjúkraþjálfari flytur erindið „Hreyfiseðill – hvað er það?“

Að því loknu verður kaffi. Velkomið er að taka með gest.

Stjórn og starfsfólk HL-stöðvarinnar óskar ykkur gleðilegs sumars. Starfsemi hefst að nýju fyrri hluta september.  Auglýst verður í Dagskránni í byrjun september, sem og á heimasíðunni.

Yfirsjúkraþjálfari


27. janúar - Frá FSA: Fræðsla fyrir hjartasjúklinga og aðstandendur þeirra vor 2014

Miðvikudagur 29. jan kl. 11 Áhættuþættir hjartasjúkdóma - Jón Þór Sverrisson, læknir.

Miðvikudagur 5. feb. kl. 11

Meðferð kransæðasjúkdóms - Gunnar Þór Gunnarsson, læknir.
Miðvikudagur 26. feb kl. 11 Hreyfing og þjálfun fyrir hjartasjúklinga - Kristveig Atladóttir, sjúkraþjálfari.
Miðvikudagur 12. mars kl. 11 Mataræði hjartasjúklinga - Sandra Ásgrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
Mánudagur 31. mars kl. 11 Lyf og lyfjameðerð - Sólveig Hulda Valgeirsdóttir, hjúkrunarfræðingur.

Mánudagur 7. apr kl. 11

Að bregðast rétt við brjóstverk - Kolbrún Sigurlásdóttir, hjúkrunarfræðingur.


Hver fræðslustund er um ein klst. og samanstendur af stuttum fyrirlestri og umræðum.

Fræðslan fer fram í kennslustofu á annari hæð, Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Allir hjartasjúklingar og aðstandendur þeirra velkomnir.